Meiðsli Bukayo Saka eru ekki alvarleg og gæti hann vel spilað með félagsliði sínu Arsenal um helgina.
Saka meiddist í leik með enska landsliðinu á dögunum en England tapaði þar óvænt 2-1 gegn Grikkjum.
Saka haltraði af velli í viðureigninni og tók ekki þátt í 3-1 útisigri á Finnum í Þjóðadeildinni í gærkvöldi.
Vængmaðurinn er þó ekki alvarlega meiddur en bæði hann og England vildu ekki taka neina áhættu í leik gærdagsins.
Saka hefði getað spilað leikinn gegn Finnlandi að sögn Mirror og verður líklega í hóp gegn Bournemouth um helgina.