Samkvæmt enskum miðlum í dag hefur Manchester United hug á því að reyna að selja Harry Maguire í janúar áður en samningur hans rennur út.
Maguire verður samningslaus næsta sumar en United er þó með ákvæði til að framlengja hann um eitt ár.
United er samkvæmt fréttunum tilbúið að selja Maguire fyrir 10 milljónir punda í janúar.
Maguire hefur átt í vandræðum eftir að Erik ten Hag tók við United en hann hefur ítrekað reynt að koma Maguire úr byrjunarliðinu.
Maguire hefur hins vegar oftar en ekki tekist að vinna sig inn í byrjunarliðið en nú á að reyna að selja hann.