fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Kolbeinn fékk mikinn stuðning eftir mjög erfitt föstudagskvöld í Laugardalnum – „Hann veit að hann er ekki einn í þessu“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. október 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Birgir Finnsson bakvörður íslenska landsliðsins fékk mikinn stuðning frá leikmönnum landsliðsins eftir mjög erfitt föstudagskvöld. Kolbeinn var tekinn af velli í hálfleik í 2-2 jafntefli gegn Wales.

Kolbeinn gerði sig sekan um mistök í báðum mörkum Wales. Komið hefur fram að Hareide hafi eftir hálftíma leik tekið ákvörðun um að taka Kolbein af velli.

Hareide ræddi um frammistöðu Kolbeins á blaðamannafundi í gær en íslenska liðið á að mæta Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld ef veður leyfir.

„Ég átti samtal við Kolbein um leikinn, við ræddum líka við allt liðið. Stundum koma svona leikir hjá leikmönnum, fótbolti er leikur mistaka. Allt lifandi fólk gerir mistök, á stærsta sviðinu gerir fólk líka mistök,“ sagði Hareide á fundinum.

Hareide trúir því og treystir að Kolbeinn sem leikur með Utrecht í Hollandi komi sterkari til baka. „Kolbeinn er góður leikmaður, hann mun koma til baka og læra af þessum leik.“

Hareide hrósaði svo eldri leikmönnum liðsins. „Leikmennirnir studdu við hann eftir leik á föstudag og ræddu við hann, hann veit að hann er ekki einn í þessu. Hann er með vini sína hér í hópnum sem styðja við hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl