Al-Hilal í Sádi Arabíu neitar að gefast upp á brasilísku stórstjörnunni Vinicius Junior sem spilar með Real Madrid.
Marca greinir frá en Al-Hilal vill fá Vinicius til að taka við af landa sínum Neymar sem er að glíma við meiðsli.
Vinicius er einn besti sóknarmaðiur heims en það er kaupákvæði í samningi hans hjá Real upp á einn milljarð evra.
Al-Hilal er ólíklegt að borga þá upphæð fyrir þennan 24 ára gamla leikmann sem mætir til leiks þann 20. október með Real gegn Celta Vigo.
Al-Hilal hefur áður sýnt leikmanninum áhuga og lagt fram tilboð og virðist ekki ætla að gefast upp í þessum viðræðum.