Claude Makelele, goðsögn Chelsea, er víst að snúa aftur í enska boltann en frá þessu greina enskir miðlar.
Makelele er sagður vera ofarlega á óskalista Cardiff City sem spilar í næst efstu deild Englands.
Makelele var frábær leikmaður á sínum tíma en hann er atvinnulaus í dag eftir að hafa yfirgefið Asteras Tripolis í Grikklandi.
Freyr Alexandersson var orðaður við þjálfarastarfið hjá Cardidf en útlit er fyrir að hann haldi sig áfram í Bekgíu.
Makelele er 51 árs gamall og náði fínum árangri í Grikklandi en samband hans og eigenda félagsins var ekki gott.