Virgil van Dijk segir að það hafi verið betra fyrir sjálfan sig að snúa aftur til Liverpool frekar en að styðja við bakið á löndum sínum í hollenska landsliðinu.
Van Dijk fékk að líta rautt spjald með Hollendingum gegn Ungverjum í Þjóðadeildinni og er því ekki leikfær gegn Þýskalandi.
Um er að ræða leikmann Liverpool en hann ákvað að fljúga heim eftir rauða spjaldið og verður ekki í stúkunni að horfa á sína menn í stórleiknum.
Stuðningsmenn Liverpool fagna þessum fréttum en Van Dijk gæti vel þurft á hvíld að halda eftir ansi mörg verkefni á þessu ári.
,,Ég vildi vera áfram til að sýna strákunum stuðning en ákvað að lokum að það væri betra að fara heim,“ sagði Van Dijk.
,,Það er mikið búið að tala um allt þetta leikjaálag sem við þurfum að takast á við og öll ferðalögin. Þetta er góður tímapunktur til að fá smá hvíld.“