Samu Omorodion þakka Guði fyrir það að hann sé ekki leikmaður Chelsea í dag heldur leikmaður Porto.
Omorodion var nálægt því að ganga í raðir Chelsea í sumar en hann var á mála hjá Atletico Madrid.
Ekkert varð úr þeim skiptum og skrifaði framherjinn undir samning við Porto þar sem hann hefur skorað sjö mörk í sex leikjum.
,,Ég upplifði erfiða tíma því eins og allir vita þá var ég við það að semja við Chelsea en það gerðist ekki,“ sagði framherjinn.
,,Guð vildi ekki að ég myndi taka það skref og ég er hæstánægður í dag. Hlutirnir eru að ganga upp fyrir mig.“
,,Ég vil sýna öllum hvað ég get gert á vellinum og sýna hvað í mér býr.“