Jason Daði Svanþórsson átti flottan leik fyrir Grimsby í dag sem spilaði við Salford í fjórðu efstu deild Englands.
Jason Daði er fyrrum leikmaður Breiðabliks en hann gekk í raðir Grimsby fyrr á þessu ári.
Vængmaðurinn var í byrjunarliði Grimsby í leiknum og lagði upp sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks.
Leiknum lauk með 2-1 sigri Grimsby á útivelli sem er í baráttu um að komast upp.
Grimsby er með 18 stig í áttunda sæti deildarinnar og er þremur stigum frá toppnum.