Það er stutt í endurkomu Christian Eriksen til heimalandsins en frá þessu greinir enski miðillinn Sun í dag.
Eriksen er í dag á mála hjá Manchester United en hann mun fá þriggja ára samning hjá sínu fyrrum félagi, Ajax.
Eriksen verður samningslaus næsta sumar og er ólíklegt að United muni bjóða honum framlengingu – hann verður því fáanlegur á frjálsri sölu.
Eriksen er enn aðeins 32 ára gamall en hann spilaði með Ajax frá 2008 til 2010 eftir komu frá OB í Danmörku.
Daninn gerði garðinn frægan með Tottenham frá 2013 til 2020 en hefur undanfarin tvö ár leikið með United.