Annabel Dignam unnusta George Baldock hefur tjáð sig um andlát kappans, Baldock drukknaði í sundlaug á heimili sínu á miðvikudag.
Annabel og Baldock voru trúlofuð og var gifting á næsta leyti, þá átti Baldock flug til þeirra á fimmtudag til að fagna afmæli stráksins sem þau áttu saman.
Baldock lék með ÍBV árið 2012 en var leikmaður Panathinaikos í dag. Hann hafði átt afar farsælan feril með Sheffield United á Englandi áður en hann fór til Grikklands í sumar. Með Panathinaikos leika Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason.
„Þú fullkomnaðir mig, þú varst mér allt og ég vissi að ég var þér allt,“ segir Annabel í færslu á Instagram.
„Þú ert hérna með mér í gegnum brosið hans Brody, hláturinn og frábæra persónuleikann.“
„Veröld mín verður aldrei eins án þín en ég mun finna leið fyrir Brody. Ég lofa því. Ég mun alltaf elska þig.“
Samkvæmt fréttum í Griklandi voru engir áverkar sjáanlegir á Baldock þegar lögregla og lækna mættu á vettvang.
Þegar líkama Baldock var snúið við af botni laugarinnar byrjaði að bubbla úr honum vatn, bendir það til þess að hann hafi kyngt vatni á meðan hann var enn á lífi.
Segja grískir miðlar að það bendi til þess að Baldock hafi drukknað og að vatn hafi komist í lungu hans. Hálftóm áfengis flaska sem grískir miðlar segja að hafi verið vodka fannst við hlið laugarinnar.
George, the love of my life, my soulmate. The perfect dad to our beautiful boy.