fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Harmleikur þar sem hálf tóm flaska af áfengi fannst við sundlaugina – Drukknun talin líklegasta dánarorsök

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. október 2024 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

George Baldock fyrrum leikmaður ÍBV í knattspyrnu fannst í gær látinn á heimili sínu í Grikklandi þar sem hann lék sem atvinnumaður. Hann var aðeins 31 árs gamall.

Samkvæmt grískum miðlum telur lögreglan í Grikklandi að Baldock hafi drukknað. Hann verður hins vegar krufin á sjúkrahúsi í Aþenu.

Baldock lék með ÍBV árið 2012 en var leikmaður Panathinaikos í dag.

Hann hafði átt afar farsælan feril með Sheffield United á Englandi áður en hann fór til Grikklands í sumar. Með Panathinaikos leika Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason.

Samkvæmt fréttum í Griklandi voru engir áverkar sjáanlegir á Baldock þegar lögregla og lækna mættu á vettvang.

Þegar líkama Baldock var snúið við af botni laugarinnar byrjaði að bubbla úr honum vatn, bendir það til þess að hann hafi kyngt vatni á meðan hann var enn á lífi.

Segja grískir miðlar að það bendi til þess að Baldock hafi drukknað og að vatn hafi komist í lungu hans. Hálftóm áfengis flaska sem grískir miðlar segja að hafi verið vodka fannst við hlið laugarinnar.

Lögreglan hefur einnig beðið um myndefni úr öryggismyndavélum sem eru á húsinu. Talið er að Baldock hafi látið lífið á milli klukkan 19 og 20 á grískum tíma í gær. Lík hans fannst 22:30 að staðartíma.

Eiginkona hans sem enn bjó á Englandi ásamt börnum þeirra hafði þá reynt að ná í hann, hafði hún samband við eiganda hússins sem Baldock leigði. Var það hann sem kom fyrstur á vettvang.

Baldock var í byrjunarliði gríska liðsins á sunnudag ásamt Sverri en þeir léku þar saman í vörninni í markalausu jafntefli.

Hann var fæddur og uppalinn á Englandi en hafði spilað tólf leiki fyrir gríska landsliðið þar sem amma hans var frá Grikklandi. England og Grikkland mætast í Þjóðadeildinni í dag og munu leikmenn bera sorgarbönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Mbappe yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Í gær

Góður sigur hjá Íslandi í Lúxemborg

Góður sigur hjá Íslandi í Lúxemborg
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann