fbpx
Laugardagur 09.nóvember 2024
433Sport

Hareide efins um það hvort hann geti kallað Albert inn í hópinn núna – „Það er kannski ómögulegt“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. október 2024 13:28

Albert Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands telur ólíklegt að Albert Guðmundsson verði kallaður inn í hópinn fyrir leikina gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni.

Hareide hefur ekki mátt velja Albert undanfarið út af reglum sem KSÍ setti um leikmenn sem eru undir grun um brot. Albert var hins vegar sýknaður af ákæru um kynferðisbrot í dag og mætti Hareide kalla hann inn.

„Ég hef ekki hugsað út í það, ég verð að spyrja út í reglurnar. Við verðum að ræða við KSÍ, við erum kannski of seinir. Það er kannski ómögulegt,“ sagði Hareide á fundi í dag.

Hareide segist í raun ekki hafa hugsað út í það hvort hann gæti kallað í Albert sem hefur verið magnaður hjá Fiorentina undanfarið.

„Við erum með niðurstöðu og við förum eftir því, ég hef ekki hugsað mikið út í þetta. Ég hef einbeitt mér að leikmönnum sem eru hérna og leikinn gegn Wales. Við verðum að meðtaka þessar fréttir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Var frægasti og óvinsælasti maður landsins – „Í nóvember voru vibe að það væri eitthvað skrýtið“

Var frægasti og óvinsælasti maður landsins – „Í nóvember voru vibe að það væri eitthvað skrýtið“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ótrúlegt atvik – Tók leikmanninn sinn og hristi hann hressilega eftir rautt spjald

Ótrúlegt atvik – Tók leikmanninn sinn og hristi hann hressilega eftir rautt spjald
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Trent sagður vilja fá laun sem Liverpool ætlar ekki að borga honum

Trent sagður vilja fá laun sem Liverpool ætlar ekki að borga honum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar tjáir sig um mál Alberts sem sprakk í fjölmiðlum – „Þú getur ekki leyft að það séu sérreglur“

Arnar tjáir sig um mál Alberts sem sprakk í fjölmiðlum – „Þú getur ekki leyft að það séu sérreglur“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Talið að Mbappe hafi engan áhuga á að spila

Talið að Mbappe hafi engan áhuga á að spila
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fékk óvænt gjöf sem kostaði margar milljónir – Höfðu gert grín að því hvernig hann mætti í vinnuna

Fékk óvænt gjöf sem kostaði margar milljónir – Höfðu gert grín að því hvernig hann mætti í vinnuna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Neymar gefur fyrrum félagi sínu grænt ljós

Neymar gefur fyrrum félagi sínu grænt ljós
433Sport
Í gær

Hareide ræðir framtíð sína með landsliðið – „Við setjum niður og ræðum þetta“

Hareide ræðir framtíð sína með landsliðið – „Við setjum niður og ræðum þetta“
433Sport
Í gær

Liverpool sagt undirbúa tilboð í miðjumann Real Madrid

Liverpool sagt undirbúa tilboð í miðjumann Real Madrid