Spænska stórliðið Barcelona ætlar að reyna við sóknarmanninn Mason Greenwood næsta sumar en frá þessu greina ensk blöð.
Greenwood spilar með Marseille í Frakklandi í dag en hann gekk í raðir félagsins frá Manchester United í sumar.
Englendingurinn hefur byrjað frábærlega með sínu nýja félagi og myndi kosta allavega 60 milljónir punda 2025.
Marseille vill alls ekki losna við Greenwood svo snemma en hann gæti þó viljað semja við eitt stærsta félag heims.
Greenwood hefur skorað fimm mörk í sex deildarleikjum á tímabilinu og er næst markahæstur í deildinni.