fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður ÍBV fannst látinn í sundlaug á heimili sínu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. október 2024 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

George Baldock fyrrum leikmaður ÍBV í knattspyrnu fannst í dag látinn á heimili sínu í Grikklandi þar sem hann lék sem atvinnumaður. Hann var aðeins 31 árs gamall.

Baldock lék með ÍBV árið 2012 en var leikmaður Panathinaikos í dag.

Hann hafði átt afar farsælan feril með Sheffield United á Englandi áður en hann fór til Grikklands í sumar. Með Panathinaikos leika Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason.

Baldock var í byrjunarliði gríska liðsins á sunnudag ásamt Sverri en þeir léku þar saman í vörninni í markalausu jafntefli.

Baldock fannst látinn í sundlaug á heimili sínu í Grikklandi. Eiginkona hans og barnsmóðir hafði áhyggjur af Baldock þegar hún náði ekki í hann.

Eigandi húsins var beðinn um að kanna málið og fann Baldock í sundlauginni heima hjá sér þar sem hann var látinn.

Samkvæmt fréttum í Grikklandi hafði Baldock verið látinn í talsverðan tíma í lauginni áður en hann fannst.

Baldock var fæddur og uppalinn í Englandi en hann kom til Vestmannaeyja á láni frá MK Dons og átti góða tíma í Eyjum.

Hann átti svo afar farsælan feril áður en hann féll frá í dag, langt fyrir aldur fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rúnar Kristins: „Nú bý ég leigulaust í hausnum á þér“

Rúnar Kristins: „Nú bý ég leigulaust í hausnum á þér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Miklar umræður sköpuðust um veðmál á stjórnarfundi í Laugardalnum

Miklar umræður sköpuðust um veðmál á stjórnarfundi í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Þungt högg í maga City
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sonur Ronaldo stendur frammi fyrir athyglisverðu vali

Sonur Ronaldo stendur frammi fyrir athyglisverðu vali
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“
433Sport
Í gær

Fótbrotnaði í annað sinn á stuttum tíma

Fótbrotnaði í annað sinn á stuttum tíma
433Sport
Í gær

Staðfestir símtal frá Real Madrid – ,,Ég vildi sýna traust“

Staðfestir símtal frá Real Madrid – ,,Ég vildi sýna traust“