fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Rúnar hamingjusamur á nýjum stað – „Þetta er bara vinna, ég hélt að þetta yrði erfiðara skref að taka“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. janúar 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram hefur komið sér fyrir á nýjum stað en hann hætti með KR síðasta haust og var skömmu síðar ráðinn þjálfari Fram. Honum líður vel í nýju starfi og er spenntur fyrir komandi sumri.

Fram flutti fyrir nokkrum árum upp í Úlfarsárdal og hefur félagið komið sér vel fyrir þar. „Vikan lítur ekkert alltof vel út snjókomu og spá um meiri snjókomu, við þurfum að finna aðrar leiðir til þess að æfa,“ segir Rúnar um þessa vikuna.

Rúnar var gestur í sjónvarpsþætti 433.is og fór yfir fyrstu mánuðina í nýju starfi. „Það er búið að vera mjög skemmtilegt, ánægjulegt að koma í nýtt umhverfi. Mér hefur verið vel tekið og búið að vera ánægjuleg kynni við nýjan stað. Ég held að maður hafi gott af því að prófa eitthvað nýtt.“

Hann átti von á því að það yrði erfiðara fyrir sig að komast inn í nýja hluti. „Þetta er bara vinna, ég hélt að þetta yrði erfiðara skref að taka. Um leið og maður mætir á fyrsta degi í vinnu og fer að þjálfa, þetta er ný vinna og ný andlit. Ég þekkti marga en þurfti að læra nöfnin. Það er mikið sem þarf að gera fyrstu mánuðina. Koma nýjum hlutum og hugsunum inn í leikmannahópinn.“

video
play-sharp-fill

„Félagið er nýlega flutt og þarna eru aðstæður til fyrirmyndar, góður völlur og góðar aðstæður. Ég hef ekki starfað með lið á gervigrasi áður, félagið er að festa rætur þarna í Úlfarsárdalnum.“

Framarar eru ánægðir með nýtt heimili en eru ósáttir með það að hverfið þarna hafa ekki orðið jafn stórt og Reykjavíkurborg hafði lofað.

„Þetta hverfi á eftir að stækka en ég veit að Framrar eru ósáttir með að það sé ekki búið að byggja meira eins og var lofað. Heimavöllurinn var fínn hjá Fram í fyrra og flestir sigrar voru þar, mikið af fólki sem kom og horfði á.“

Rúnar fékk Helga Sigurðsson sem aðstoðarmann en Helgi hefur gríðarlega reynslu úr þjálfun. „Það er mjög gott, Helgi hefur gríðarlega reynslu. Hefur þjálfað mikið í efstu og næst efstu deild, við spiluðum saman á sínum tímna. Okkur hefur alltaf verið vel til vina, ég var að leita að gömlum leikmanni. Ég vildi nýtt blóð og ég fann það í Helga. Hann getur veitt mér stuðning og styrk. Við erum með ungt og gamalt lið, það er ágætis blanda. Helgi þekkir þetta inn og út og hefur mikið fram að færa. Hann hefur verið í baráttu á toppi og botni, við vitum ekki hvar Fram verður í sumar en við viljum gera betur.“

Fram hefur spilað mikinn sóknarbolta undanfarin ár, liðið hefur fengið mikið af mörkum á sig. Rúnar vill spila boltanum út úr vörninni en segir að það verði að vera jafnvægi. „Ég vill það líka, við þurfum að passa gera það ekki bara no matter what. Maður þarf að finna jafnvægi hvenær á að spila út, það vilja allir þjálfarar og leikmenn spila flottan fótbolta. Þetta snýst um úrslit, við þurfum að fækka mörkin sem við fáum á okkur. Sóknarlína Fram og ef allir eru heilir, þá er hægt að búa til færi og skora. Þú átt ekki að þurfa fjögur mörk til að vinna leiki, tvö eiga að duga.“

Rúnar stefnir á það að koma Fram í efri hlutann. „Maður sér það á leikmannamarkaðnum, hverjir geta sótt hvað. Það eru sex lið þarna sem voru í fyrra og plús KA, eru að nota meira fjármagn en Fram. Það er hægt að gera ýmislegt með það sem við erum með í höndunum, fyrsta markmið er að ná í fleiri stig en í fyrra. Fækka mörkum sem við fáum á okkur, tryggja veru Fram í efstu deild og byggja ofan á það sem Jón Sveinsson hefur gert undanfarin ár. “

Horfðu á þáttinn í spilaranum hér ofar. Einnig er hægt að hlusta á hann hér að neðan, sem og á helstu hlaðvarpsveitum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafði furðað sig á liðsfélögum Gylfa – „Loksins“

Hafði furðað sig á liðsfélögum Gylfa – „Loksins“
433Sport
Í gær

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar
433Sport
Í gær

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Í gær

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Í gær

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
Hide picture