fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Moldríkir menn sagðir ausa peningum í reksturinn í Vesturbænum – „Þessi maður, hann þarf enga vini til þess að kaupa eitt fótboltalið“

433
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framganga KR á leikmannamarkaðnum undanfarna daga hefur vakið mikla athygli en svo virðist sem félagið hafi mikla fjármuni í rekstri sínum, eitthvað sem hefur ekki verið síðustu ár.

Ítrekaðar sögur um að KR hafi verið í vandræðum með að standa við greiðslur undanfarin ár virðast úr sögunni. Kjaftasögur eru í gangi um að fjársterkir aðilar hafi sett mikið af peningum inn í reksturinn fyrir þetta tímabilið.

Það hefur skilað sér í því að KR hefur samið við Aron Sigurðarson og Alex Þór Hauksson sem báðir eru að koma úr atvinnumennsku. Voru fjöldi liða hér heima sem vildi fá þá en KR hafði betur.

Fjallað var um málið í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag og rætt um þá aðila sem eru að setja peninga í félagið. „Gullkistan er búin að opnast aftur. Þetta er mikill maður sem á mikið af peningum og góða vini, góðan vin sérstaklega. Sá vinur á líka mjög góða vini út í heimi,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, ritstjóra enska boltans.

Mennirnir sem Tómas ræddi um voru ekki nefndir á nafn í þættinum en Tómas segir að þar séu til nóg af peningum.

„Þessi maður, hann þarf enga vini til þess að kaupa eitt fótboltalið. En ef þeir eru klárir, guð hjálpi öllum hinum. Á sama tíma eru Valsmenn farnir að stíga bremsuna enda með vel mannað lið og gott þjálfarateymi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Í gær

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard