Antonio Rudiger er alls ekki vinsæll á meðal allra eftir myndband sem birtist af honum þessa helgina.
Rudiger sést þar slá búningastjóra Real Madrid á æfingasvæði félagsins en ástæðan er óljós.
Búningastjóri Real ber nafnið Manolin en hann hefur unnið hjá félaginu til margra ára og er þekktur á meðal leikmanna og stuðningsmanna.
Hvað nákvæmlega átti sér stað er ekki vitað en möguleiki er á að Rudiger hafi unnið einhvers konar veðmál sem var ástæða höggsins.
Þjóðverjinn hefur þó fengið töluverða gagnrýni og eru margir sem ásaka hann um stjörnustæla og jafnvel einelti.
Myndband af þessu má sjá hér.
A video of Rudiger bullying and slapping one of the coaching staffs in fact someone father at training grounds
such a stupid behavior 😤
pic.twitter.com/UjbY7cPyYD— PABLO✨💙❤️ (@donpablo5050) September 21, 2024