Það verður að teljast ansi líklegt að Manchester City verði án Kevin de Bruyne í leik liðsins gegn Arsenal á sunnudag.
De Bruyne fór meiddur af velli í leik gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gær.
De Bruyne meiddist undir lok fyrri hálfleik en kláraði restina af honum en fór svo af velli.
De Bruyne virkaði nokkuð þjáður en meiðsli hafa sett strik í reikning hans síðustu ár.
De Bruyne missti af stórum hluta síðustu leiktíðar vegna meiðsla en óvíst er hversu alvarleg þessi meiðsli eru.
Kevin De Bruyne needed medical attention before being subbed off at half-time against Inter.
City's next game: Arsenal (h) 👀 pic.twitter.com/QnT22vdGYy
— ESPN UK (@ESPNUK) September 18, 2024