Wissam Ben Yedder fyrrum landsliðsmaður Frakklands í fótbotla segist vera alkóhólisti og það sé ástæða þess að hann hafi áreitta unga konu.
Ben Yedder er sakaður um að hafa tekið unga konu sem er 23 ára gömul upp í bíl sín. Hann hafi keyrt með hana á bílastæði og fróað sér fyrir framan hana.
Hann á einnig hafa snert læri konunnar en réttarhöld yfir Yedder fara fram 15 október.
Yedder var handtekinn á dögunum vegna málsins og má ekki yfirgefa svæðið en meint brot á að hafa átt sér stað nálægt Nice í Frakklandi.
Yedder segist hafa verið að drekka viskí þetta kvöldið þegar hann hitti stelpuna, í vörn hans kemur fram að snertingin á lærið teljist nú varla glæpur.
Yedder segist hafa átt í vandræðum með drykkju um nokkurt skeið en hann má ekki heimsækja bari eða næturklúbbi á meðan málaferlin standa yfir.
Ben Yedder hefur átt farsælan feril en hann lék meðal annars með Monaco og Sevilla.