Að öllu óbreyttu verður Jadon Sancho kantmaður Chelsea í kvöld.
Ekki er vitað hvort Sancho komi á láni eða Chelsea hreinlega kaupi hann.
David Ornstein hjá Athletic segir að viðræður séu í fullum gangi og búist sé við að Sancho endi hjá Chelsea.
Erik ten Hag hefur litla trú á Sancho hjá United og virðist stefna í að hann fari.
Sancho var á láni hjá Dortmund seinni hluta síðustu leiktíðar og átti ágætis spretti.
🚨 Chelsea expected to strike deal with Manchester United to sign Jadon Sancho before transfer window closes. No formal agreements in place yet but situation advancing that way + #MUFC winger wants to complete proposed #CFC move @TheAthleticFC #DeadlineDay https://t.co/iG4x1qV9Xe
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 30, 2024