Wilfried Zaha er óvænt á leið til franska félagsins Lyon og verða skiptin kláruð á morgun samkvæmt hinum virta David Ornstein, blaðamanni The Athletic.
Hinn 31 árs gamli Zaha kemur til Lyon á láni frá Galatasaray, en hann fór þangað frá Crystal Palace í fyrra. Hafði hann farið á kostum með Lundúnaliðinu um árabil.
Zaha hefur skorað 10 mörk í 43 leikjum með Galatasaray en hefur ekki verið með fast byrjunarliðssæti í Tyrklandi og hefur því verið orðaður burt.
Kantmaðurinn hefur verið orðaður við Palace og Leicester en er nú á leið til Lyon samkvæmt nýjustu fréttum.
🚨 EXCL: Wilfried Zaha close to making shock #DeadlineDay transfer to Lyon. #OlympiqueLyonnais nearing agreement with #Galatasaray on season-long loan for 31yo. Would avoid tax issues complicating return to UK when #CPFC + #LCFC studied move @TheAthleticFC https://t.co/G85wn3vJ1u
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 29, 2024