Newcastle hefur eytt öllu sumrinu í að eltast við Marc Guehi varnarmann Crystal Palace en það virðist ekki ætla að skila árangri.
Þannig hefur Palace hafnað nokkrum tilboðum í enska landsliðsmanninn.
Palace vill 65 milljónir punda fyrir Guehi en þá upphæð hefur Newcastle ekki viljað reiða fram.
Félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld og segir enska blaðið Mirror að allt stefni í að Newcastle missi af manninum sem félagið hefur viljað fá í allt sumar.
Guehi er fyrirliði Palace þessa stundina og væri það ansi mikilvægt fyrir félagið að ná að halda í sinn traustasta varnarmann.
The Marc Guehi deal to Newcastle 'looks off' with little over a day remaining in the transfer window.https://t.co/4e1TZ5TVRN pic.twitter.com/vUT8oYGk01
— Mirror Football (@MirrorFootball) August 29, 2024