Arsenal hefur samþykkt tilboð Souuthampton í markvörðinn Aaron Ramsdale samkvæmt David Ornstein, virtum blaðamanni The Athletic.
Ramsdale gekk í raðir Arsenal árið 2021 og var aðalmarkvörður í tvö tímabil við góðan orðstýr en snemma á síðustu leiktíð var David Raya fenginn til félagsins frá Brentford.
Sá henti Ramsdale fljótt á bekkinn og hefur hann verið varaskeifa síðan.
Því vildi enski landsliðsmaðurinn burt í leit að meiri spiltíma og fær nú skipti til nýliða Southampton, sem greiðir 25 milljónir punda fyrir hann. Upphæðin gæti hækkað eitthvað síðar meir.
Arsenal mun nú reyna að klára skipti Joan Garcia til félagsins frá Espanyol, en félagið hefur verið með augastað á honum, með það fyrir augum að fá hann ef Ramsdale færi annað.
🚨 Southampton reach agreement with Arsenal for permanent transfer of Aaron Ramsdale. £25m including adds for 26yo goalkeeper. Next step medical before completing #SaintsFC switch. #AFC to push ahead on Joan Garcia move @TheAthleticFC after @SkySportsLyall https://t.co/OZ1ws4J9FN
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 28, 2024