Jadon Sancho er á leið til Juventus frá Manchester United ef marka má blaðamanninn Fabrice Hawkins á RMC Sport.
Sancho virðist ekki vera inni í myndinni hjá Erik ten Hag, stjóra United. Þeir áttu í stríði á síðustu leiktíð sem endaði með því að kantmaðurinn var lánaður aftur til Dortmund, en í sumar bárust þær fréttir úr herbúðum United að þeir hefðu átt sáttarfund.
Þrátt fyrir það hefur Sancho verið utan hóps hjá United í fyrstu tveimur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni og er sennilega á förum. Hann hefur verið orðaður við bæði Juventus og Chelsea undanfarna daga.
Hawkins segir samkomulag nú í höfn milli United og Juventus um að ítalska félagið fái hann á láni út þessa leiktíð, en þurfi svo að kaupa hann næsta sumar.
Sjálfur er Sancho sagður mjög spenntur fyrir skiptunum.
🚨BREAKING Agreement between Manchester United and Juventus for Jadon Sancho. Loan + obligation to buy
The player keen to the move pic.twitter.com/25Kjf37hp0— Fabrice Hawkins (@FabriceHawkins) August 28, 2024