fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Fyrrum ástkona Eriksson brotnaði niður þegar hún ræddi andlátið – „Vonaðist alltaf eftir því að þetta væru mistök hjá læknunum“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nancy Dell’Olio fyrrum ástkona Sven-Göran Eriksson brotnaði niður þegar hún ræddi um andlát Eriksson sem lést í vikunni eftir erfið veikindi.

Nancy Dell’Olio og Eriksson voru saman frá 1997 til 2007 en á þeim tíma var hann meðal annars þjálfari Englands.

Eriksson lést, 76 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein í brisi. Greint var frá andláti hans á mánudag.. Í upphafi þessa árs greindi Svíinn frá veikindum sínum og sagðist eiga ár eftir í besta falli. Um er að ræða fyrrum landsliðsþjálfara Englands, sem og liða eins og Manchester City, Roma, Lazio og Fiorentina.

„Það er erfitt að ræða um Sven vitandi að hann er ekki hérna lengur,“ segir Nacny í samtali við GMB í Bretlandi.

„Þegar þú hefur elskað einhvern þá elskar þú hann alltaf.“

Hún segir að Eriksson hafi lítið viljað ræða málin síðustu mánuði.

„Þegar við gátum talað saman í síma þá sagðist hann vera í lagi en hann svaraði ekki oft. Hann sagðist vera á leið í meðferð vegna veikinda. Ég hugsaði aldrei um að hann væri að fara að deyja, þú treystir alltaf á kraftaverkið. Ég vonaðist alltaf eftir því að þetta væru mistök hjá læknunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona