Liverpool hefur hafið formlegar viðræður við Federico Chiesa kantmann Juventus. Frá þessu segir Fabrizio Romano.
Þetta kemur mörgum á óvart en Chiesa má fara frá Juventus og hefur ekkert verið orðaður við Liverpool í sumar.
Liverpool hefur ekki fest kaup á neinum leikmanni í sumar en nú er félagið farið af stað í viðræðum um landsliðsmanninn frá Ítalíu.
Chiesa er snöggur og áræðinn kantmaður en Liverpool kannar nú hvað það kostar að fá hann frá Juventus.
Juventus ætlar ekki að nota Chiesa sem hefur mikinn áhuga á því að spila á Englandi.
Thiago Motta tók við þjálfun Juventus í sumar og lét Chiesa strax vita að hann myndi ekki spila neitt, áður var hann algjör lykilmaður hjá stórliðinu.
🚨🔴 EXCLUSIVE: Liverpool make initial approach for Federico Chiesa as possible option for final days.
Chiesa, available on the market as Juve want to find a solution and #LFC made contact today.
Liverpool exploring conditions of the deal as Chiesa would be keen on PL move. pic.twitter.com/nPoEyOFSTV
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 26, 2024