Fiorentina gerði óvænt 3-3 jafntefli á heimavelli gegn ungverska liðinu Puskas Academy í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í gær. David De Gea þreytti frumraun sína í marki ítalska liðsins.
De Gea gekk í raðir Fiorentina á dögunum, en hann hafði verið samningslaus frá því hann yfirgaf Manchester United eftir þarsíðustu leiktíð.
Það er óhætt að segja að Spánverjinn hafi ekki átt frábærar fyrstu mínútur í Flórens, en eftir 12 mínútna leik var Puskas Academy komið í 0-2.
Fyrra markið kom af vítapunktinum en í því seinna mætti segja að De Gea hafi átt að gera betur.
Mikið var rætt og ritað um De Gea á samfélagsmiðlum í gær, en hér að neðan má sjá annað markið sem De Gea fékk á sig.
De Gea never changed, 11 minutes bro has already shallowed 2 goals. 😭😭😭 pic.twitter.com/HkV34ygI9h
— arnold_king🤴 (@iamarnoldworld) August 22, 2024