Það er nóg að gera á skrifstofunni hjá Como, nýliðum í Serie A á Ítalíu, en félagið sankar að sér leikmönnum.
Nú er Sergi Roberto að ganga til liðs við félagið. Hann kemur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Barcelona rann út, en hann hafði allan sinn feril spilað með Börsungum.
Hinn 32 ára gamli Roberto gerir tveggja ára samning við Como með möguleika á þriðja árinu.
Undanfarna daga hefur Como einnig samið um að fá Nico Paz, ungan leikmann frá Real Madrid, og að fá Maximo Perrone á láni frá Manchester City. Fyrr í sumar fékk liðið þá Raphael Varane til liðs við sig.
Stjóri Como er Cesc Fabregas.
🚨🔵 Sergi Roberto to Como, here we go! Deal in place for former Barça player to join Serie A side with Cesc Fabregas.
Two year contract plus option for further season.
🇦🇷 Nico Páz from Real Madrid.
🇦🇷 Máximo Perrone from Man City.
🇪🇸 Sergi Roberto as free agent.Done deals 🤝🏻 pic.twitter.com/M5VXiXaChl
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 22, 2024