fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
433Sport

Laug að samstarfsmönnum: Sagðist ekki getað mætt tvo daga í röð – ,,Við sáum þig!“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, starfar í dag sem sparkspekingur fyrir bæði BBC og Sky Sports.

Richards neitaði að mæta í þátt helgarinnar í Match of the Day en hann sagðist einfaldlega ekki getað unnið tvo daga í röð.

Samstarfsmenn hans, Gary Lineker og Alan Shearer, létu fyrrum varnarmanninn heyra það eftir að hafa séð hann í vinnunni hjá Sky Sports sama dag.

Richards fór þó yfir stöðuna og útskýrði sitt mál og segir að það sé ómögulegt fyrir hann að vinna tvær tólf tíma vaktir í röð þar sem Sky þarf einnig á hans starfskrafti að halda.

,,Alan, við vorum saman allan gærdaginn.. Bíddu aðeins Micah, þú varst að segja við okkur að þú gætir ekki unnið tvo daga í röð,“ sagði Lineker.

Shearer tók þá undir með samstarfsmanni sínum: ,,Já hvaða bull var það? Við sáum þig í vinnunni!“

Richards svaraði að lokum fyrir sig og hafði þetta að segja:

,,Nei, nei, nei! Fyrir þá sem ekki vita þá er vinnudagur Match of the Day frá hádegi til miðnættis. Ég get ekki tekið þátt í því og tekið þátt í Super Sunday [á Sky Sports] í átta tíma degi seinna.“

,,Ég vinn eina viku fyrir BBC og næstu viku þá vinn ég fyrir Sky Sports.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuðningsmenn United fá mikil gleðitíðindi

Stuðningsmenn United fá mikil gleðitíðindi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United hefur viðræður vegna Brasilíumannsins

United hefur viðræður vegna Brasilíumannsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óvæntar kjaftasögur á kreiki um stjörnuna

Óvæntar kjaftasögur á kreiki um stjörnuna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Móðir og fimm ára sonur numin á brott í kjölfar innbrots – Faðirinn faldi sig undir rúmi

Móðir og fimm ára sonur numin á brott í kjölfar innbrots – Faðirinn faldi sig undir rúmi
433Sport
Í gær

Nafngreinir tvo heimsfræga menn sem tóku upp kynlífsmyndband: Var sjálfur mjög ósáttur – ,,Stelpan var miður sín“

Nafngreinir tvo heimsfræga menn sem tóku upp kynlífsmyndband: Var sjálfur mjög ósáttur – ,,Stelpan var miður sín“
433Sport
Í gær

Vardy kveður í sumar

Vardy kveður í sumar