Stórundarlegt atvik átti sér stað á föstudag fyrir leik Manchester United og Wolves í ensku úrvalsdeildinni.
Eric Cantona, goðsögn United, var mættur í settið fyrir leik til að ræða komandi tímabil í ensku deildinni.
Þáttastjórnandinn spurði Cantona að tveimur spurningum en hann gaf lítið frá sér og endaði á því að yfirgefa settið í beinni útsendingu.
Áhorfendur voru steinhissa vegna framkomu Cantona en komust síðar að sannleikanum sem er jafnvel furðulegri.
Cantona var að auglýsa fyrir fyrirtækið Showmax sem er með auglýsingarétt ensku deildarinnar í Afríku.
Myndböndin hér fyrir neðan tala sínu máli en ljóst að Cantona sem og hans samstarfsmenn náðu að plata nánast alla í beinni útsendingu.
Eric Cantona walks off stage when asked a stupid question. I fucking love him ❤️
— Billy Meredith (@BillyMeredithMU) August 17, 2024
My scorpions have just released unseen footage 🙆🏽♂️😳
#ForEveryoneEverywhere pic.twitter.com/5UKfN8qmUK
— robertmarawa (@robertmarawa) August 16, 2024