fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
433Sport

Fjölmargir steinhissa eftir að hafa heyrt hann tala í fyrsta sinn – ,,Hvað í andskotanum er í gangi?“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amadou Onana, leikmaður Aston Villa, kom mörgum á óvart í gær eftir leik liðsins við West Ham.

Villa vann þennan leik 2-1 á útivelli en Belginn skoraði fyrra mark liðsins í sigrinum – Jhon Duran tryggði síðar sigurinn.

Enskur hreimur Onana kom mörgum á óvart en hann hefur aðeins búið á Englandi í um tvö ár.

Onana var keyptur til Everton árið 2022 og var að spila sinn fyrsta keppnisleik fyrir Villa eftir komu í sumar.

Onana er fæddur í Senegal en spilaði nánast allan sinn feril í Belgíu áður en hann færði sig til Þýskalands og svo Frakklands.

Því miður er ekki hægt að birta myndband af viðtali hans við Sky í gær en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Onana vekur athygli vegna hreimsins.

Fyrr á árinu svaraði hann blaðamanni sem kallaði hann ‘André’ og vakti það myndband athygli á sínum tíma.

Það fór framhjá mörgum stuðningsmönnum Villa sem tóku eftir þessum hreim í fyrsta sinn eftir sigur gærkvöldsins.

,,Hvað í andskotanum er í gangi? Hann er Belgi? Ég skil ekki neitt,“ sagði einn og bætir annar við: ,,En hvernig? Hvað, ha?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rúnar Kristins: „Nú bý ég leigulaust í hausnum á þér“

Rúnar Kristins: „Nú bý ég leigulaust í hausnum á þér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Miklar umræður sköpuðust um veðmál á stjórnarfundi í Laugardalnum

Miklar umræður sköpuðust um veðmál á stjórnarfundi í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Þungt högg í maga City
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sonur Ronaldo stendur frammi fyrir athyglisverðu vali

Sonur Ronaldo stendur frammi fyrir athyglisverðu vali
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“
433Sport
Í gær

Fótbrotnaði í annað sinn á stuttum tíma

Fótbrotnaði í annað sinn á stuttum tíma
433Sport
Í gær

Staðfestir símtal frá Real Madrid – ,,Ég vildi sýna traust“

Staðfestir símtal frá Real Madrid – ,,Ég vildi sýna traust“