Sam Johnstone, markvörður Crystal Palace, virðist ekki vera ánægður með ákvörðun Oliver Glasner, þjálfara liðsins.
Ný færsla Johnstone á Instagram virðist benda til þess en hann mun klæðast treyju númer 32 á næstu leiktíð.
Glasner ákvað að gefa Dean Henderson treyjunúmerið eitt hjá Palace á dögunum en hann kom til félagsins í fyrra.
Johnstone birti mynd af sér á Instagram og skrifaði einfaldlega: ,,Nýr dagur, nýtt númer.“
Englendingurinn lét hlæjandi broskalla fylgja og er útlit fyrir það að hann sé steinhissa yfir þessari ákvörðun Glasner eftir að hafa klæðst treyju númer eitt í vetur.
Útlit er fyrir að Johnstone þurfi að þola mikla bekkjarsetu á komandi tímabili eða gæti þá mögulega verið á förum annað.
Mynd af þessu má sjá hér.