Enzso Maresca, stjóri Chelsea, segir að liðið sé að bæta sig undir hans stjórn þrátt fyrir ansi slæma spilamennsku á undirbúningstímabilinu.
Chelsea hefur alls ekki verið sannfærandi í sumar og gerði jafntefli við Inter Milan, 1-1, á sunnudaginn.
Chelsea hefur aðeins unnið einn af sex leikjum sínum á undirbúningstímabilinu en deildin hefst næstu helgi.
Margir stuðningsmenn Chelsea hafa áhyggjur fyrir komandi átök en Maresca segir að hlutirnir séu að batna hægt og rólega.
,,Við getum klárlega séð mun á liðinu, við reyndum að halda boltanum gegn Inter í síðasta leik og það er lið sem sérhæfir sig í vörn,“ sagði Maresca.
,,Við erum að gera vel, það er það mikilvægasta, klárlega. Með tímanum þá verður liðið betra og betra. Við byrjuðum að vinna samna fyrir um mánuði síðan og ég tek eftir því að liðið er að bæta sig.“