fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Síminn kynnir breytingar á enska boltanum – Lofa því að þetta síðasta tímabil verði það besta

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síminn er að fara inn í sitt síðasta keppnistímabil í Premier League í bili og ætlar að klára þetta sex ára skemmtilega skeið með stæl og mun gera nokkrar tæknilegar og efnislegar uppfærslur sem eru hugsaðar til að gera þetta tímabil að besta tímabili Símans Sport.

Tækninni fleygir fram og Síminn er að uppfæra fyrirkomulag útsendinga í takt við aðferðafræði framtíðarinnar, líkt og er hjá stærstu streymisveitum heims á borð við Netflix, Disney og Amazon. Gagnvirkni, leitarmöguleikar og aðgengileiki er að aukast en hefðbundnar línulegar sjónvarpsrásir eru á undanhaldi. Síminn mun með þessu geta sýnt ótakmarkaðan fjölda leikja á sama tíma á sama stað. Það hefur t.a.m. reynst erfitt í gegnum tíðina að sýna frá öllum leikjum þegar margir leikir eru spilaðir á sama tíma.

Hingað til hafa leikir verið aðgengilegir á línulegum rásum Símans Sport en nú munu leikir færast í sérstaka möppu í viðmóti Sjónvarpi Símans og munu áhorfendur geta skipt á milli leikja á einfaldan hátt.

Næstkomandi fimmtudag munu Tómas Þór og félagar hita upp fyrir komandi tímabil, þar verður farið nánar yfir þær breytingar sem framundan eru á útsendingum enska boltans á Síminn Sport ásamt því að fara yfir allt það helsta sem snýr að komandi tímabili. Þátturinn verður í opinni dagskrá á Sjónvarp Símans kl. 20:00 fimmtudaginn 15. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa