Jose Mourinho er engum líkur en hann er í dag þjálfari Fenerbahce sem er í tyrknensku úrvalsdeildinni.
Mourinho tók við Fenerbahce í sumar og stýrði um helgina sínum fyrsta leik í deildarkeppninni.
Það tók Portúgalann ekki nema 20 mínútur að minna á sig en hann fékk gult spjald í fyrri hálfleik fyrir mótmæli á hliðarlínunni.
Mourinho lét fjórða dómara leiksins ítrekað heyra það í byrjun leiks en róaðist að lokum í leik sem lauk með 1-0 sigri hans manna.
Edin Dzeko skoraði eina mark Fenerbahce í leiknum en hann er fyrrum framherji Manchester City og Roma.
Mourinho var mjög líflegur á hliðarlínunni í leiknum og er strax orðinn vinsæll á meðal stuðningsmanna Fenerbahce sem stefnir á titilinn á þessu tímabili.
Mourinho sagði til að mynda ‘Fuck off’ við fjórða dómarann en það má sjá eftir um 18 sekúndur í myndbandinu hér fyrir neðan.
It didn’t even take Jose Mourinho 20 minutes to get his first yellow card in the Turkish league.pic.twitter.com/ovCTeIoQXY
— Troll Football (@TrollFootball) August 11, 2024