Írinn skapheiti Jayson Molumby hefur verið dæmdur í fimm leikja bann eftir að hafa kýlt mann að nafni Samu Costa.
Molumby er leikmaður West Bromwich Albion og missti algjörlega stjórn á skapi sínu í leik gegn Mallorca í sumar.
Athygli vekur að bannið tekur aðeins gildi fyrir æfingaleiki – eitthvað sem fáir virðast skilja.
Molumby kýldi Costa ansi augljóslega og fékk að launum 16 þúsund pund í sekt og nú hefur hann verið dæmdur í fimm leikja bann.
Molumby er þó til taks fyrir West Brom í ensku Championship-deildinni sem margir setja spurningamerki við.
Fólk virðist vera sammála því að Molumby eigi að fá bann í keppnisleikjum ekki aðeins æfingaleikjum eftir svo groddaralega framkomu.
,,Hvaða helvítis fífl er að taka þessar ákvarðanir?“ skrifar einn við frétt Mirror og bætir annar við: ,,Svo þú mátt ráðast á mótherja og það hefur engin áhrif?“
Atvikið má sjá hér.
WILD SCENES in West Brom’s friendly against Real Mallorca. Fight breaks out between Jayson Molumby and Samu Costa before teammates get involved.
More punches thrown than goals in this game. 🥊pic.twitter.com/ptQsnebfKk
— Men in Blazers (@MenInBlazers) July 27, 2024