Eins og greint var frá í vikunni eru góðar líkur á að Wilfried Zaha sé á leið aftur til Englands eftir stutt stopp í Tyrklandi.
Zaha spilaði með Galatasaray í vetur en stóðst ekki væntingar og nú vill félagið losna við hann í sumar.
Greint var frá því að hans fyrrum félag, Crystal Palace, væri að semja um endurkomu en Athletic segir að það sé mögulega ekki rétt.
Leicester City er í bílstjórasætinu um að semja við Zaha að sögn Athletic en félagið komst í úrvalsdeildina í vetur.
Fabrizio Romano segir að Zaha sé ekki að horfa á það að snúa aftur til Palace þessa stundina og eru því meiri líkur á að hann geri samning við Leicester.