Manchester United hefur hafið viðræður við Burnley vegna Sander Berge en félagið leitast að miðjumanni.
United er hætt við kaup á Manuel Ugarte miðjumanni PSG vegna þess verðmiða sem franska félagið setur upp.
Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinin í vor og vill 30 milljónir punda fyrir norska miðjumanninn.
Berge kom til Burnley fyrir ári síðan en United er einnig að skoða Youssouf Fofana miðjumann Monaco.
Berge er 26 ára gamall norskur landsliðsmaður en það færist í auknar líkur á að United reyni að kaupa hann.
Manchester United have held initial discussions with Burnley over a deal for midfielder Sander Berge 🚨
Dialogue remains open with Monaco over the signing of midfielder Youssouf Fofana 🔴 pic.twitter.com/XHsqygIiPS
— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 8, 2024