Önnur frönsk stórstjarna gæti verið á leið til Bandaríkjanna til að semja við lið LAFC þar í landi.
Frá þessu greinir miðillinn GiveMeSport en um er að ræða sóknarmanninn Antoine Griezmann sem er hjá Atletico Madrid.
Griezmann verður samningslaus eftir tímabilið og er LAFC vongott um að semja við hann sem fyrst.
Tvær franskar stjörnur hafa nýlega samið við LAFC eða markvörðurinn Hugo Lloris og framherjinn Olivier Giroud.
Það yrði gríðarlegur styrkur fyrir LAFC að semja við Griezmann sem er 33 ára gamall og er fáanlegur fyrir 10 milljónir evra.