Ansi skondið atvik átti sér stað í þessari viku er ungur strákur fékk að hitta hetjuna sína í Bandaríkjunum.
Þessi ungi strákur er stuðningsmaður Manchester City og fékk að hitta Jack Grealish, leikmann liðsins.
Grealish hafði fyrir það verið að ræða við heimsfrægu söngkonuna Rihanna og fékk mynd af sér með þeirri ágætu konu.
Strákurinn virtist ekki gera sér grein fyrir um hver Rihanna væri og bað hana vinsamlegast um að taka mynd af sér með Grealish sem gat ekki annað en hlegið.
Fáir myndu þora því sama, vitandi hver Rihanna væri, en strákurinn ungi hafði enga hugmynd og allan kjark í að spyrja hana um að taka myndina.
Skemmtilegt atvik sem má sjá hér.
This kid asking Rihanna to take a photo of him with Grealish, Pulisic and Yunus Musah 😭😭😭pic.twitter.com/cIybTAi0KS
— ManCityzens (@ManCityzenscom) July 31, 2024