Það fór fram stórleikur í Bestu deild kvenna í kvöld en Valur og Breiðablik áttust við á Hlíðarenda.
Um var að ræða efstu tvö lið deildarinnar og var mikið í húfi fyrir viðureign kvöldsins.
Það voru Valskonur sem fögnuðu sigri að þessu sinni en Breiðablik var alls ekki upp á sitt besta.
Kate Cousin skoraði eina markið snemma leiks sem tryggir Val dýrmæt þrjú stig.
Víkingur R. vann þá FH 3-2 á heimavelli og bauð upp á magnaða endurkomu eftir að hafa lent 2-0 undir.
Valur 1 – 0 Breiðablik
1-0 Kate Cousin(‘9)
Víkingur R. 3 – 2 FH
0-1 Elísa Lana Sigurjónsdóttir(’22)
0-2 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir(’34)
1-2 Linda Líf Boama(’45)
2-2 Shaina Ashouri (’46)
3-2 Shaina Ashouri(’88)