Serbneska varnartröllið Nikola Milenkovic er genginn í raðir Nottingham Forest frá Fiorentina.
Miðvörðurinn hefur verið á mála hjá ítalska liðinu síðan 2017 en tekur nú skrefið í ensku úrvalsdeildina.
Milenkovic skrifar undir fimm ára samning við Forest, sem greiðir Fiorentina 12 milljónir punda fyrir þjónustu hans.
Forest hafnaði í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, en liðið hefur verið í fallbaráttu undanfarin tvö tímabil.
Our new man Milenković 🇷🇸 pic.twitter.com/BedDwd68MT
— Nottingham Forest (@NFFC) July 18, 2024