fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Leikmaður Ungverjalands meðvitundarlaus eftir óhugnanlegt atvik

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. júní 2024 20:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjög óhugnanlegt atvik átti sér stað á EM í Þýskalandi í kvöld er Ungverjaland og Skotland áttust við í riðlakeppninni.

Leikurinn er enn í gangi en framherjinn Barnabas Varga var tekinn af velli í seinni hálfleik.

Hvað átti sér stað nákvæmlega er óljóst en Varga virtist fá litla sem enga snertingu áður en hann missti meðvitund.

Líkur eru á að Varga hafi lent illa í grasinu og missti meðvitund í kjölfarið.

Atvikið minnir á EM 2020 þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp í leik Danmerkur á því móti.

Staðan í leiknum er enn markalaus en tæplega 80 mínútur eru komnar á klukkuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum