Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins útilokar það ekki að koma heim í sumar og ganga til liðs við Þór.
Aron Einar var að klára fimm ára samning hjá Al-Arabi í Katar og verður ekki áfram þar.
Hann segir það þó í forgangi að vera áfram í Katar og vonast eftir því að fá eins árs samning hjá öðru liði þar í landi.
Við værum til í að vera eitt ár í viðbót í Katar, spila eitt ár í viðbót,“ segir Aron Einar í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið.
Aron hefur lofað því að ljúka ferlinum á heimaslóðum á Akureyri. „Koma svo heim og klára ferilinn með Þór. Ef það gerist í sumar að ég fari í Þór, þá er það bara þannig. Ég er 35 ára og er ekki að stressa mig mig mikið á þessu í dag,“ sagði Aron Einar í skemmtilegu spjalli.