Chelsea hefur staðfest komu Enzo Maresca til félagsins og er hann tekinn við sem knattspyrnustjóri.
Maresca kemur frá Leicester, þar sem hann hafði verið í eitt ár. Hann kom vann ensku B-deildina með liðinu á nýafstaðinni leiktíð. Þar áður starfaði hann undir Pep Guardiola hjá Manchester City.
Chelsea greiðir Leicester 10 milljónir evra fyrir Maresca, sem skrifar undir fimm ára samning með möguleika á eins árs framlengingu.
„Að skrifa undir hjá Chelsea, einu stærsta félagi heims, er draumur hvers þjálfara. Ég hlakka til að vinna með mjög hæfileikaríkum leikmannahópi og starfsfólki, þróa liðið áfram og gera aðdáendur okkar stolta,“ segir Maresca meðal annars í tilkynningu.“
Welcome to Chelsea, Enzo Maresca! 👊#WelcomeEnzo pic.twitter.com/ZKfuXKQdGD
— Chelsea FC (@ChelseaFC) June 3, 2024