Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano hefur nú staðfest það að Kylian Mbappe sé búinn að krota undir samning við Real Madrid.
Romano er með gríðarlega örugga heimildarmenn en Mbappe yfirgefur franska félagið Paris Saint-Germain í sumar.
Mbappe tók ákvörðun sína í febrúar samkvæmt Romano og er nú talinn vera leikmaður Real.
Samkvæmt Ítalanum þá verður Mbappe kynntur til leiks í þessari viku eftir að félagið vann Meistaradeild Evrópu.
Mbappe er einn besti ef ekki besti sóknarmaður heims og hefur lengi raðað inn mörkum í Frakklandi sem og fyrir franska landsliðið.