Samkvæmt Sport á Spáni hefur Barcelona áhuga á því að kaupa Kalvin Phillips miðjumann Manchester City. Vekja þessi tíðindi mikla athygli.
Þar segir að forráðamenn Barcelona telji að Phillips henti leikstíl félagsins fullkomnlega.
Phillips er 28 ára gamall og átti átján mjög erfiða mánuði hjá City.
Hann var lánaður til West Ham í janúar þar sem hann var í tómum vandræðum en Börsungar sjá eitthvað í honum.
Phillips var keyptur til City fyrir tveimur árum frá Leeds en það er talið nánast öruggt að hann fari frá félaginu í sumar.