Þrjú félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á bandaríska miðjumanninum Weston McKennie hjá Juventus. Þetta kemur fram í ítölskum miðlum.
McKennie, sem var á láni hjá Leeds í fyrra, átti flott tímabil með Juventus en samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð. Hefur hann ekki sýnt því mikinn áhuga að skrifa undir nýjan samning.
Ensk félög fylgjast með gangi mála og eru Aston Villa, Everton og Newcastle nefnd til sögunnar.
Juventus bindur enn vonir við að McKennie framlengi samning sinn en geri hann það ekki er ítalska félagið til í að skoða tilboð upp á tæpar 20 milljónir punda.