Það er ljóst að sádiarabíska deildin mun halda áfram að lokka til sín stór nöfn úr Evrópuboltanum í sumar með himinnháum launatékkum. Nú horfa forráðamenn deildarinnar til tveggja leikmanna Manchester City.
Þetta kemur fram í The Sun en samkvæmt heimildum blaðsins eru Sádar á eftir þeim Kyle Walker og Matheus Nunes.
Hinn 32 ára gamli Walker hefur verið algjör lykilhlekkur í liði City undanfarin ár. Hann hefur spilað 301 leik fyrir liðið, unnið allt sem hægt er að vinna og þar með deildina sex sinnum.
Walker er samningsbundinn City til 2026.
Nunes olli hins vegra vonbrigðum eftir að hafa verið keyptur til City frá Wolves fyrir 53 milljónir punda síðasta sumar. Hann byrjaði aðeins sjö leiki í ensku úrvalsdieldinni.
Sádar hafa nú áhuga á honum en einnig er talið að Barcelona og Paris Saint-Germain fylgist með honum.