Gyðingur sem var á göngu um London á föstudag varð hissa og reiður þegar hann sá merkingu á treyju Manchester United.
United mætti Manchester City í úrslitum enska bikarsins í London á laugardag þar sem liðið vann sigur.
Treyjan sem maðurinn sá var merkt Hamas og með númerið sjö.
Hamas samtökin í Palestínu réðust inn í Ísrael í október og síðan þá hefur Ísrael verið að ráðast inn í Palestínu, er stríðið mjög umdeilt.
Treyjan vekur furðu og reiðir margra en gyðingurinn sem tók myndina sendi hana á ensk blöð.